BIRTÍNGUR ÚTGÁFUFÉLAG

Birtíngur útgáfufélag var stofnað og tók til starfa haustið 2006. Fyrirtækið er stærsti útgefandi tímarita á Íslandi.

Markmið Birtíngs er að bjóða upp á ánægjulega skemmtun og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna með útgáfu vandaðra tímarita þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Tímaritin eru öll í fremstu röð og hafa notið mikilla vinsælda íslenskra lesenda í áraraðir. Þar má nefna að Vikan hefur komið út í yfir 70 ár, Hús og híbýli í nær 40 ár og Gestgjafinn og Nýtt líf hafa komið út í yfir 30 ár. Mannlíf hefur komið út í aldarfjórðung. Eru áskrifendur tímarita okkar stór hluti landsmanna.

 

Karl Steinar Óskarsson er framkvæmdastjóri og Matthías Björnsson er fjármálastjóri.