STÚDÍÓ BIRTÍNGUR

– FYRIRTÆKIÐ ÞITT ER FJÖLMIÐILL!

Stúdíóið er efnisframleiðslueining útgáfufélagsins Birtíngs. Við sérhæfum okkur í efnisgerð til markaðsetningar á netinu og á samfélagsmiðlum.

EFNISVINNSLA

Samfélagsmiðlar og snjalltæki hafa gjörbreytt fjölmiðlalandslaginu. Google hefur breytt aðferðarfræði sinni og metur nú vefsíður eftir efni. Ef þitt fyrirtæki vill vera sýnilegt á netinu er nauðsynlegt að uppfæra vefsíðuna reglulega með fersku og áhugaverðu efni. Hjá Birtíngi starfar reynslumikið fjölmiðlafólk. Stúdíóið nýtir sér þessa reynslu og getur boðið upp á víðtæka efnisframleiðslu til efnismarkaðsetningar (e. content marketing). Við getum skrifað greinar, tekið ljósmyndir og unnið kynningarmyndbönd. Fyrirtækið þitt deilir efninu í gegnum samfélagsmiðla sína og kemur þannig skilaboðunum áfram. Við vinnum náið með markaðsfólki viðskiptavina okkar og sérsníðum efnið eftir þörfum hvers og eins.

DREIFING OG RÁÐGJÖF

Það er ekki nóg að framleiða gott efni til markaðsetningar. Það þarf líka að dreifa því. Við getum aðstoðað fyrirtæki við að koma skilaboðum sínum á framfæri. Við veitum ráðgjöf um hvernig best er að deila efninu á samfélagsmiðlum og bjóðum viðskiptavinum okkar birtingu á efninu í fríblaðinu Mannlífi – sem er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu – og tímaritunum Gestgjafanum, Vikunni og Húsum og híbýlum. Við getum einnig birt efnið á mannlif.is í greinastrauminum á síðunni (e. native advertising) eða í sérgluggum á síðunni, sem beina lesendum á heimsíðu fyrirtækisins (e. news recommendation).

VISSIR ÞÚ AÐ VEF- OG SNJALLTÆKJANOTENDUR ERU MARGFALT LÍKLEGRI TIL ÞESS AÐ SMELLA Á GREINAR EÐA MYNDBÖND HELDUR EN HEFBUNDNA VEFAUGLÝSINGU?

● Ein grein, verð með ljósmyndum: 259.000 krónur án VSK.

● Ein grein, verð með ljósmyndum og framleiðslu á myndbandi: 379.000 krónur án VSK

● Þrjár greinar, verð með ljósmyndum: 459.000 krónur án VSK.

● Þrjár greinar, verð með ljósmyndum og framleiðslu á þremur myndböndum: 699.000 krónur án VSK.

● Fimm greinar, verð með ljósmyndum: 659.000 krónur án VSK.

● Fimm greinar, verð með ljósmyndum og framleiðslu á fimm myndböndum: 1.149.000 krónur án VSK.

Innifalið í verði er ein birting í sérvöldum miðlum Birtíngs. Ef um fleiri birtingar er að ræða er gefinn 40% afsláttur af listaverði miðilsins.

Við viljum heyra frá þér. Kíktu í heimsókn. Við erum til húsa í Lyngási 17 , 210 Garðabæ.
Eða sendu okkur tölvupóst á sigridur@birtingur.is