Leiðbeiningar við kaup á rafrænum tímaritum

Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan til þess að kaupa aðgang að tímaritum Birtings á rafrænu formi. Blöðin getur þú lesið í tölvunni, spjaldtölvunni eða í símanum.

1. skref

Á forsíðu velur þú rafræn blöð í aðalvalmynd

2. skref

Setur þau blöð sem þú vilt kaupa aðgang að í körfu með því að smella á hnappa.

3. skref

Síðan flytur þig sjálfkrafa í körfu þar sem þú klárar kaup.

4. skref

Þú skráir inn upplýsingar í reiti og velur lykilorð ef þetta er í fyrsta skipti sem þú kaupir á birtingur.is. Ef þú hefur keypt áður þá skráir þú þig inn undir mínar síður í aðalvalmynd. Greitt er með greiðslukorti.

5. skref

Pöntun er móttekin og þú færð kvittun. Á þessu stigi getur þú farið í mínar síður í aðalvalmynd til þess að nálgast blaðið. Til þess að nálgast blaðið þarft þú að skrá þig inn.

6. skref

Þegar þú ert komin/n á síðuna með áskriftunum þínum þá getur þú valið rafrænu blöðin mín í valmynd til vinstri eða smellt á skoða hnappinn.

7. skref

Ef þú smelltir á rafrænu blöðin mín þá smellir þú á sækja til þess að sækja það blað sem þú vilt skoða rafrænt.

8. skref

Blaðið opnast of þú skoðar með því að smella á blaðið.

9. skref

Þú færð einnig tölvupóst með staðfestingu um kaup þar sem þú getur smellt á hlekkinn sækja ská til þess að skoða blaðið. Til þess að skoða er innskráningar krafist. Innskráningu finnur þú undir mínar síður í aðalvalmynd.

Njóttu!