Áskriftarsamningar / uppsögn

Áskrifandi verður að segja upp áskrift sinni símleiðis eða með tölvupósti á askrift@birtingur.is eða í síma 5155500 á milli klukkan 09:00 – 13:00 alla virka daga. Áskrifandi fær þá á móti staðfestingu með skilaboðum í síma eða á uppgefið netfang.

Tilkynna þarf sérstaklega um uppsögn til Birtíngs fyrir 15.hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is eða í síma á uppgefnum símatíma. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

Upplýsingar um seljanda

Áskriftarsími Birtíngs er opinn alla virka daga frá 09:00 – 13:00

Einnig er hægt er að segja upp áskriftinni á askrift@birtingur.is

 

Afhending vöru
Þegar þú kaupir í vefverslun Birtíngs ehf getur þú valið á milli þess að sækja vöruna á skrifstofu Birtíngs ehf næsta virka dag eða fá hana senda með Íslandspósti. Allar pantanir sem á að sækja á skrifstofu Birtíngs ehf og gerðar eru fyrir klukkan 16:00 eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag eftir klukkan 16:00. Ef þær eru gerðar eftir 16:00 þá eru þær tilbúnar þar næsta virka dag eftir klukkan 16:00. Ef pöntunin þín er send með Íslandspósti fer hún í póst í síðasta lagi næsta virka dag. Allar sendingar innan Íslands eru kaupanda að kostnaðarlausu nema annað sé tekið fram. Sendingar til útlanda bera 2.000 króna gjald.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin inn 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um sé að ræða ranga/gallaða vöru.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með greiðslukorti eða með millifærslu inn á reikning Birtíngs.

Trúnaður og öryggi
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Birtíngur ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Lög og varnarþing

Rísi mál vegna samstarfssamnings aðila eða sérsamninga sem tilgreindir eru í skilmálum þessum skal reka það fyrir íslenskum dómstólum.