Mikilvægt að horfa á hlutina í samfélagslegu samhengi
Leiðari: Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og eigandi Heilshugar, er Reykjavíkurmær með rætur norður í land, kisukona mikil og hugsjónamanneskja. Heilshugar er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum þar sem áhersla er lögð á einstaklings- og hópmeðferð, námskeiðahald og fræðslu, bæði í raunheimum og á netinu í gegnum Instagram-reikninginn @heilshugar_. Lilja er dugleg að birta þar reglulega fræðslu um sálfræðileg málefni og þar er einnig hægt að finna mikið af efninu sem þau notast við í sínum meðferðum.