Ekkert foreldri má til þess hugsa að missa barn. Þeir þekkja svefnlausar nætur af áhyggjum yfir unglingnum sínum þegar hann stígur fyrstu skrefin til fullorðinslífs og ábyrgðar. Barnið þitt er farið að aka, í umferðinni sem þú veist að er stórhættuleg, það skýst í bæinn með vinum á kvöldin og á djamminu gerist margt misjafnt.