Aðventuboð að hætti Veganista 

Systurnar Helga María og Júlía Sif halda úti vefsíðunni veganistur.is sem er ómetanlegur leiðarvísir fyrir Íslendinga sem hafa áhuga á veganmatargerð og bakstri. Þær systur eiga að eigin sögn ýmislegt sameiginlegt og ekki síst það að þær eru báðar vegan og elska að elda góðan mat. Það var sú ástríða sem var kveikjan að því að þær fóru að deila uppskriftum og góðum ráðum á samfélagsmiðlum og síðar á vefsíðunni góðu. Þær hafa sett sér það markmið að útrýma þeirri hugsun að fólk sem er vegan geti ekki notið þess að borða góðan sælkeramat. Að þeirra sögn þarf veganfæði alls ekki alltaf að vera hollustufæði og það er vel hægt að elda og borða djúsí borgara, pizzur og gómsætar kökur. Í sjálfu sér eru dýraafurðir algjörlega óþarfar þegar kemur að matargerð. Við fengum þessar frábæru systur til þess að deila með okkur þremur vel völdum uppskriftum sem myndu henta vel í aðventuboðið.  

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.