„Fæ orku og gleði við það að takast á við ný og krefjandi verkefni“

Liv er fædd árið 1969 og hlær létt þegar blaðamaður spyr hvort það sé húðvörum Bioeffect að þakka að hún líti ekki út fyrir að vera fædd þá. „Þakka þér fyrir, vonandi. Ég lærði þetta húðrútínuhugtak þegar ég byrjaði hér en áður fyrr þreif ég fyrst og fremst vel á mér húðina og bar á mig eitthvert krem. Ég hafði þó notað EGF Serumið af og til frá því það kom á markað. Núna er ég meðvitaðri um mikilvægi þess að hugsa vel um húðina og það kemur auðvitað líka með aldrinum. Sjálf vil ég ekki hafa húðumhirðuna of flókna en ég skil alveg fólk sem vill fara í gegnum langa og flókna húðrútínu. Ég vil hafa þetta einfalt og fljótlegt og ég held að margir vilji það líka. Ég þríf húðina með góðum léttum hreinsi og svo nota ég EGF Serum-húðdropana og Hydrating-rakakremið saman. Ég set fyrst á mig Serumið og svo kremið. Þetta geri ég kvölds og morgna. Mér finnst líka gott að taka 30 daga meðferðina fjórum sinnum á ári, það er talað um að það sé gott að taka hana tvisvar til fjórum sinnum yfir árið, en ég tek hana þó ekki yfir sumartímann.“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.