tri og notalegri íbúð í Vesturbænum búa þau Laufey Kristjánsdóttir, starfandi geislafræðingur á Landsspítalanum, og Henning Jónasson, flugumferðarstjóri og eigandi og yfirþjálfari líkamsræktarstöðvarinnar Afreks sem opnaði nú nýverið, ásamt syni þeirra Orra, tveggja og hálfs árs. Í mars eiga þau svo von á litlum dreng. Íbúðin er opin og setja ferskir og hlýlegir litir gefa heimilinu fallega ásýnd. Þau eru handlagin og veigra sér ekki við að ráðast í hin ýmsu verkefni heima fyrir, bæði stór og smá.