„Viltu lofa mér því …“

„Viltu lofa mér því …“
Gömul vinkona mín og skólasystir giftist undir þrítugt manni sem mér fannst bæði afar leiðinlegur og ótrúlega frekur við hana. Hámark frekjunnar var, fannst mér, þegar hann lá banaleguna og reyndi að stjórna því hvernig hún lifði lífinu að honum látnum.

„Stolt að hafa fundið kjarkinn til að byrja upp á nýtt“

Laufey Karítas Einarsdóttir Langkjær er fjörutíu og eins árs, fædd í Jakarta í Indónesíu og uppalin í Kópavoginum. Í dag býr hún í Árósum í Danmörku og er gift Kristoffer, sínum frábæra Dana eins og hún orðar það, og eiga þau saman fimm dætur. Laufey menntaði sig í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með meistarapróf í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum í Árósum. Hún bætti við sig jóga- og hugleiðslukennararámi í Karam Kriya-jógaskólanum eftir mikil og erfið veikindi og vinnur í dag við að kenna og reka sitt eigið fyrirtæki.

Upp á síðkastið hefur Laufey leitað eftir auknum upplýsingum um sína eigin ættleiðingu. Hún hefur verið að leita að uppruna sínum án nokkurs árangurs og segist ekki vera hætt. Álagið og streitan sem fylgdu henni í mörg ár höfðu líka gífurlega mikil áhrif á heilsufar hennar en hún var nær dauða en lífi fyrir tveimur árum síðan. Hún útskýrir fyrir blaðamanni hvað hún hafi gert til að vinna sig upp úr veikindunum og hvað hana dreymir um að gera í náinni framtíð.

Read More »

Stíllinn minn: Svanhildur F. Jónasdóttir 

Svanhildur F. Jónasdóttir, eða Svana eins og hún er oftast kölluð, starfar sem aðstoðarverslunarstjóri í Evu ásamt því að sjá um samfélagsmiðla fyrir verslunina. Samhliða því er hún hóptímakennari hjá World Class. Hún hefur haft áhuga á tísku síðan á unglingsárunum.  

„Ég gleymi því aldrei þegar ég ásamt Beggu, minni allra bestu vinkonu, versluðum okkur notaðar, sjúskaðar og rifnar Levi’s gallabuxur í Spútnik sem þá var staðsett í kjallaranum við Vesturgötu 3. Við vinkonurnar vorum hæstánægðar með þessi kaup en sjúskaðar margnotaðar gallabuxur vöktu ekki eins mikla hrifningu hjá foreldrum okkar; pabbi vinkonu minnar var viss um að einhver hefði dáið í þessum buxum og einmitt þess vegna hafi þær verið til sölu,“ segir Svana og hlær dátt. 

Read More »

Eva Laufey Kjaran ; „Hér er ég loksins komin“

Viðskiptafræðingurinn, móðirin og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran hefur skapað sér leið að sínum draumum og starfar nú sem markaðs- og upplifunar- stjóri Hagkaups ásamt því að sitja í framkvæmda- stjórn félagsins. Hún á tvær stelpur með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni, og eiga þau nú von á sínu þriðja barni í vor.

Eva Laufey Kjaran er þjóðinni vel kunnug eftir að hafa gefið út fjórar matreiðslubækur, unnið að þáttum líkt og Allir geta dansað, Ísskápastríði og Blind­um bakstri og verið meðstjórnandi í Íslandi í dag og Bakaríinu á Bylgjunni. Einnig starfaði Eva áður sem lausapenni hjá Gestgjafanum, hefur komið að vöruþróun á kökudeigi og segir að það skemmtileg­ asta sem hún geri sé að vinna við mat.

„Fyrir fjórtán árum var ég ekki að finna mig í háskólanáminu sem ég var búin að veðja á og flestir í kringum mig töldu praktískt fyrir mig eins og við gerum flest þegar við vitum ekki alveg hvert við viljum fara og fylgjum svolítið straumnum eðlilega því það er „rétta“ leiðin og ekki endilega verið að hvetja okkur til að fara óhefðbundnar leiðir á þessum aldri. Meðfram náminu opnaði ég blogg sem átti fyrst um sinn bara að vera um allt og ekki neitt…

Read More »

Bakar sætt en borðar salt

Listabakarinn Elenora Rós hefur verið áberandi í bakstursmenningunni á Íslandi undanfarin ár eftir að hafa gefið út bókina Bakað með Elenoru Rós árið 2020. Síðan þá hefur hún gefið út sína seinni bók, Bakað meira með Elenoru Rós, flutt til London til að starfa sem yfirbakari hjá Buns from home og hún seldi yfir 700 bollur síðasta bolludag til styrktar Hinsegin félagsmiðstöðinni S78…

Read More »