„Viltu lofa mér því …“

„Viltu lofa mér því …“
Gömul vinkona mín og skólasystir giftist undir þrítugt manni sem mér fannst bæði afar leiðinlegur og ótrúlega frekur við hana. Hámark frekjunnar var, fannst mér, þegar hann lá banaleguna og reyndi að stjórna því hvernig hún lifði lífinu að honum látnum.

Heiðarlegur og sannur sjálfum sér!

Hjónin Margrét María Leifsdóttir, verkfræðingur hjá Veitum, og Guðmundur Pálsson, þáttastjórnandi Samfélagsins
á RÚV og meðlimur hljómsveitarinnar Baggalúts, eru með eindæmum fjölhæf og hafa unun af því að rækta garðinn sinn. Það leynir sér ekki að sköpunin tengir þau saman og fjölskyldan fær útrás fyrir hana í gegnum ævintýralegan garðinn sem er sveipaður hlýju, natni og litadýrð hvert
sem litið er.

Read More »

Undirstöður og lykilþættir þegar kemur að frjósemi kvenna innan vestrænna grasalækninga 

Ingeborg Andersen er móðir, ástkona, dóttir og systir. Hún býr ásamt manni sínum, Arnóri Sveinssyni, og eins árs dóttur þeirra, Vordísi. Á heimilinu þeirra við Krókatjörn er hundur og hænur. Hún lýsir heimili þeirra sem leynilegs undrastaðs sem er í korters fjarlægð frá Reykjavík. „Allt er eins og ég vil hafa það og ég nýt þess að lifa hægu og einföldu lífi með útsýni yfir Reykjavík, sjóinn, fjöllin og vötnin. Ég er hálfnorsk og ólst upp í Noregi fyrstu ellefu árin. Eftir það ólst ég upp á Seltjarnanesi. Eins og er starfa ég sem náttúrulæknir og býð upp á einstaklingsviðtöl þar sem við snertum á öllum hliðum lífsins sem hafa áhrif á heilsuna. Ég skoða manneskjuna út frá stóra samhenginu en ekki út frá einu líkamskerfi eða einu mataræði og svo framvegis. Ég er líka með jurtagöngur einu sinni í viku og fer með hópa um nágrenni Hvaleyrarvatns þar sem við skoðum þær lækningajurtir sem vaxa allt í kringum okkur. Ég get bara haldið svona göngur á meðan árstíðir leyfa svo ég reyni að gera mikið af þessu á sumrin.“ 

Read More »

Bók úr hönd í hillu 

Bókahillur geta verið mikið stofustáss, sérstaklega ef hönnun þeirra gleður augað. Jafnvel þó raf- og hljóðbækur séu búnar að riðja sér til rúms á síðustu árum erum við enn mörg sem elskum að taka okkur góða bók í hönd og þá þarf að vera vís staður fyrir hana að lestri loknum. Sumir velja hillur sem þekja heilan vegg á meðan aðrir láta sér duga lága hillu sem fer vel á völdum stað. Hangandi hillukerfi á borð við String-hillurnar og hinar svokölluðu hansahillur hafa lengi verið vinsælar á íslenskum heimilum, enda fallegar og praktískar í senn. Framboðið er mikið og er um að gera að hafa opinn hug þegar kemur að því að velja hvað hentar heimilinu best.  

Read More »

Með þetta á meðgöngunni

Meðgangan er tímabil sem margar konur elska en aðrar ekki svo. Sumar upplifa hinn svokallaða meðgönguljóma, svífa um á bleiku skýi og njóta þess að finna líkamann breytast á meðan aðrar geta ekki beðið eftir að losna við kúluna og endurheimta líkamann sinn eins og þær þekkja hann best. Sjálf hef ég upplifað bæði, enda er hver meðganga einstök og það sama á við um upplifanirnar sem fylgja. Sama í hvorn hópinn man fellur þá getur það hjálpað sjálfstraustinu (og geðheilsunni) að leyfa sér að klæða kúluna upp. Hér eru nokkrar eðalskvísur sem eru eða voru alveg með þetta á meðgöngunni. 

Read More »