Jazzhátíð í Reykjavík

Dagana 27. - 31. ágúst mun djassinn taka yfir borgina en þá verður Jazzhátíð Reykjavíkur haldin hátíðleg. Spunatónlist verður í forgrunni en íslenskt tónlistarfólk sem og tónlistarfólk frá öðrum Evrópulöndum kemur fram í þessari fimm daga tónlistarveislu. Auk hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði er hægt að fá kvöldpassa sem gilda á öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu. Þá verður hægt að kaupa staka miða á þá tónleika sem verða í Fríkirkjunni. Einnig verða haldnir tónleikar á Jörgensen og Jómfrúnni og er aðgangur að þeim ókeypis. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á reykjavikjazz.is.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn