Beint í hjartastað
11. nóvember 2021
Eftir Ritstjórn Húsa og híbýla

Vefverslunin Hjartastaður var stofnuð á vormánuðum 2021 af Guðrúnu Eiríksdóttur en þar er að finna úrval af fjölbreyttri gjafavöru fyrir hin ýmsu tilefni. Nú fyrir jólin verða til sölu sérstök aðventukerti. Kertin eru úr 100% steríni og er hvert og eitt þeirra handlitað. Þá eru einnig til sölu handsmíðaðir brasskertastjakar auk laufabrauðs- og kleinujárna úr messing sem smíðuð eru af Eiríki Haraldssyni. Vörurnar koma í fallegum gjafaöskjum og eru sniðugar í jólapakkann. Vefsíða verslunar: hjartastadur.is.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn