Korsíka – paradísareyja í Miðjarðarhafinu þar sem fjöllin stíga dans við heiðblátt hafið

Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Frá stöðum og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Korsíka er vinsæll áfangastaður meðal Frakka en þeir kalla eyjuna oft „Île de beauté“ sem þýðir einfaldlega eyjan fagra og hún ber það nafn sannarlega með rentu. Korsíka er hálend með margar skjannahvítar strendur og litlar víkur með heiðbláum sjó. Hlíðarnar eru kjarrivaxnar með tilkomumiklum klettamyndunum, ám og dölum sem gefa Íslandi lítið eftir þegar kemur að fegurð. Lítil þorp með háum kirkjuturnum, virkisveggjum og leirlituðum húsum skreyta fjallshlíðar og skútur og bátar raða sér í hafnir sjávarþorpanna og vagga í takt við öldurnar. En á Korsíku eru líka...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn