Gunnar og FÓLK gera samning um endurútgáfu á völdum verkum

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með hátíðlegum hætti í lok október og var þá Gunnari Magnússyni, húsgagnahönnuði og innanhússarkitekt, veitt heiðursverðlaun. Starfsferill Gunnars spannar yfir 40 ár en hann hefur hannað og unnið fjölbreytt verk bæði af umfangi og stærð. Hönnun hans hefur vakið mikla athygli á erlendri grundu. Hönnun Gunnars Magnússonar þykir tímalaus og fáguð og nú hefur Gunnar undirritað samning við hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík um endurútgáfu og einkarétt á útgáfu hönnunarverkum hans. FÓLK mun þróa vörur til endurútgáfu í samstarfi við Gunnar og fjölskyldu með sjálfbærni og hringrás hráefna að leiðarljósi.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn