Fjörug og margslungin saga

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Dyngja heitir nýjasta skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur þessa stórskemmtilega höfundar sem sló í gegn með Delluferðinni í fyrra. Sögur hennar eiga uppsprettu í íslenskri sveitamenningu, með annan fótinn í gamla tímanum en atburðarrásin þó svo sérstæð og óvænt að þær eru engu líkar. Dyngja ber öll höfundareinkenni Sigrúnar. Theódóra Karlsdóttir elst upp á afskekktum bæ fyrir austan. Hún byrjar snemma að leika sér með tölur í huganum og þegar hún er fjórtán ára er hún beðin að hjálpa bandarískum landmælingamanni. Einn dag gefst henni færi á að láta reyna ögn á talnafimi sína. Það verður til þess að...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn