Lífræn og náttúruleg form

Belgíska listakonan Roos Van de Velde hannaði áhugaverðan borðbúnað í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Serax árið 2019 en umrædd lína fæst núna í Norr11. Lífræn form einkenna hönnun Roos Van de Velde en innblásturinn kemur einna helst úr náttúrunni. Gafflar, skeiðar og hnífar sem líkjast trjágreinum og postulínsmunir sem eru óreglulegir í laginu og minna svolítið á skeljar er meðal þess sem Roos Van de Velde hannaði í samstarfi við Serax. Hönnunarfyrirtækið Serax var stofnað fyrir rúmum 30 árum og sérhæfir sig í samstarfi við hönnuði víðs vegar úr heiminum. Núna fæst hönnun Roos Van de Velde í Norr11.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn