Á náttborðinu

Texti: Ragna Gestsdóttir Hlaupagarpurinn Ólafur Heiðar Helgason hefur langa reynslu af hlaupum. Í bókinni Hlaupahringir á Íslandi sameinar hann reynslu sína og áhuga í lýsingum á 36 hlaupaleiðum um allt land, sem henta byrjendum og lengra komnum. Fróðleg, vönduð og skemmtileg ferðahandbók með fjölda ljósmynda, korta og fróðleiks um náttúru landsins. Ný og endurskoðuð útgáfa Hálendishandbókar Páls Ásgeirs Ásgeirssonar er ómissandi ferðafélagi í bakpoka ferðalanga um hálendi Íslands. Vönduð og eiguleg bók um óbyggðirnar full af fróðleik, ljósmyndum og kortum. Gönguleiðir á Reykjanesi er önnur ferðahandbók Jónasar Guðmundssonar, leiðsögumanns, landvarðar og ferðamálafræðings. Bókin hefur að geyma leiðarlýsingar tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga....
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn