Æðislegt ferskjusalat með hindberjum
Brakandi ferskt og gott salat sem hentar vel með sumarmatnum. Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir Mynd/ Hallur Karlsson fyrir 4 1 ½ msk. eplaedik 1 tsk. hlynsíróp ¼ tsk. fimmkryddablanda 1 msk. ólífuolía 1 skalotlaukur, skorinn í þunnar sneiðar ⅓ tsk. sjávarsalt 120 g hindber 300 g ferskjur, steinn fjarlægður og ferskjur skornar í sneiðar 100 g klettasalat Setjið eplaedik, hlynsíróp, fimmkryddablöndu, ólífuolíu, skalotlauk og salt í stóra skál, hrærið vel saman. Bætið hindberjum saman við og kremjið þau örlítið með gaffli. Hrærið því næst ferskjum og klettasalati saman við og berið fram.
Áskrift krafist
Til að lesa þetta efni þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn