Dísella í dúkkulíki

Texti: Ragna Gestsdóttir Dísella Lárusdóttir sópransöngkona fékk nýlega stórskemmtilega gjöf frá vinum sínum, sig sjálfa í dúkkulíki. Dúkkan er í líki drottningarinnar Tye, hlutverksins sem Dísella hefur farið með frá 2019 í óperunni Akhnaten. Óperan er eftir Philip Glass og hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Metropolitan-óperunni í New York. Í apríl hlaut Dísella Grammy-verðlaun fyrir hlutverk sitt og tók á móti verðlaununum ásamt félögum sínum fyrir hönd aðstandenda uppfærslunnar. Tilnefningin náði til: Karen Kamensek, stjórnanda; söngvaranna J’Nai Bridges, Anthony Roth Costanzo, Zachary James og Dísellu Lárusdóttur; David Frost, framleiðanda og kórs og hljómsveitar Metropolitan-óperunnar.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn