Barbados – kokteill sem gefur krydd í tilveruna

Umsjón/ Guðný Hrönn og Hanna Ingibjörg ArnarsdóttirMyndir/ Hallur Karlsson Hér hristum við í einn góðan og spennandi kokteil sem allir ættu að geta gert með lítilli fyrirhöfn en við unnum út frá rommi og beiskum líkjör sem kom mjög vel út. Barbados 1 hátt glas (long drink) 60 ml romm, við notuðum Mount Gay Barbados Eclipse15 ml ástaraldinlíkjör, við notuðum Passoa75 ml ananassafi15 ml sítrónusafi15 ml Galliano L´Aperitivoklakar Fyllið hátt glas með klökum og setjið allt hráefnið nema Galliano-líkjörinn saman við. Hrærið með barskeið og hellið Galliano-líkjörnum yfir þegar drykkurinn er borinn fram.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn