Æðislegar sesar-laxavefjur

fyrir 2Sesar-salat í vefjubúningi með laxi til að setja punktinn yfir i-ið.250 g lax2 tsk. ólífuolíasalt og svartur piparchili-flögurHitið ofninn í 200°C. Setjið laxinn í eldfast mót, dreifið ólífuolíunni yfir og bragðbætið með salti, pipar og chili-flögum eftir smekk. Bakið í 10-12 mín. eða þar til laxinn er fulleldaður. Takið hann úr ofninum og flysjið hann í sundur með tveimur göfflum.2 vefjursesar-salatsósa eftir smekkbrauðteningargrænkálblaðsalatSetjið salatsósu á vefjurnar. Rífið grænkálið og salatið í litla bita og setjið ofan á. Setjið laxinn þar ofan á ásamt nokkrum brauðteningum og meiri salatsósu ef vill. Vefjið saman.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn