Handrenndu jólatrén frá KER
9. nóvember 2022
Eftir Guðný Hrönn

Jólatrén frá KER eru alltaf klassísk en þau eru handrennd úr ýmist leir eða postulíni eftir keramíkhönnuðinn Guðbjörgu Káradóttur. Tíu ár eru síðan fyrstu trén frá KER litu dagsins ljós og fást þau nú í nokkrum útgáfum, þ.e. úr glerjuðu postulíni, postulíni blönduðu eldfjallaösku, möttum steinleir og glerjuðum steinleir. Trén koma í þremur stærðum, þau svörtu í fjórum. Allar vörur frá KER eru handrenndar og er því hver hlutur einstakur, þar á meðal fallegu trén. Trén frá KER fást í verslun og vinnustofu Guðbjargar í Mávahlíð 16 og á kerrvk.is.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn