Engifer sidecar

Umsjón/ Guðný HrönnMyndir/ Rut Sigurðardóttir Hér notum við allrahanda-ber sem ilma dásamlega þegar þau eru mulin og gefa drykknum keim sem minnir á negul, kanil og múskat. Einnig notuðum við nýkreistan engifersafa sem setur punktinn yfir i-ið og minnir svolítið á jólabaksturinn. ENGIFERSIDECAReitt glas á fæti, kælt 30 ml koníak, við notuðum Remy Martin VSOP20 ml appelsínulíkjör, við notuðum Cointreau10 ml sítrónusafi, nýkreistur5 ml engifersafi, nýkreistur1 tsk. allrahanda-ber, steytt í mortéliklaki Setjið allt hráefnið í kokteilhristara með klökum. Hristið vel í um 30 sek. og hellið í gegnum sigti yfir í glas á fæti. Skreytið með engifersneið ef vill.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn