Frönsk súkkulaðikaka með lakkrískremi

Umsjón/ Guðný HrönnMynd/ Rakel Rún Garðarsdóttir 4 egg2 dl sykur200 g smjör200 g suðusúkkulaði1 dl hveiti Hitið ofninn í 170°C. Þeytið egg og sykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita.Hellið súkkulaðiblöndunni út í sykur- og eggjablönduna í mjórri bunu, sigtið hveiti saman við og hrærið varlega. Klæðið form með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í 30 mín. og látið kökuna svo kólna. LAKKRÍSKREM 1 poki bingókúlur, 150 g90 ml rjómi Bræðið bingókúlurnar og rjóma saman við vægan hita. Látið kremið kólna örlítið áður en því er hellt yfir kökuna. Skreytið með bláberjum ef vill.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn