Hnyðja – handgert um jólin

Umsjón/ Maríanna Björk ÁsmundsdóttirMyndir/ Frá framleiðanda Hnyðja er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og er mikil vinna lögð í hvern og einn hlut. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttúrulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Hnyðja framleiðir til að mynda falleg jólatré úr tré og „hasselbakka“ sem aðstoðar þig við að skera hinar fullkomnu hasselback-kartöflur í hvert skipti. Fallegar sleifar og skeiðar eru einnig tilvalin gjóf í jólapakkann; íslenskt handverk um jólin.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn