Bakgarður tante Grethe í Eyjafirði

Á blaðsíðu 106 í jólablaði Gestgjafans má finna heimsókn okkar í Jólagarðinn í Eyjafirði en í næsta húsi við hann stendur reisulegt hús að nafni Sveinsbær þar sem rekin er verslunin Bakgarður tante Grethe. Verslunin hefur yfir sér norrænt yfirbragð og er rekin af sömu hjónum og reka Jólagarðinn. Í Bakgarði tante Grethe er meðal annars hægt að kaupa ýmsar sælkera- og gjafavörur ásamt fallegum munum í eldhúsið. Við mælum með syndsamlega góðri hjónabandssælu, karamellupoppi og heimagerðum sultum en það er ómissandi fyrir sælkera að gera sér ferð í Bakgarð Tante Grethe þegar leiðin liggur norður í land.
Áskrift krafist
Til að lesa allt greinina þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn