„Áhuginn kviknaði þegar amma gaf mér varalit“

Elín Hanna Ríkarðsdóttir er 26 ára förðunarfræðingur sem ólst upp í Hafnarfirði en er með sterkar rætur út á landsbyggðina. Hún nældi sér í sveitastrák fyrir tæpum sex árum síðan og þau eiga að hennar sögn dásamlega fallegt og litríkt líf saman. Elín Hanna lærði förðun í Mask Makeup Academy og tók síðar framhaldsnámskeið í listrænni förðun. Hún er einnig menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. „Mér finnst það frekar skemmtileg staðreynd svona miðað við að í menntaskóla tók ég sérstaklega fram að ég ætlaði sko aldrei í viðskiptafræði,“ segir hún kát í bragði. Hún starfar í dag sem sminka í leikgervadeild...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn