Listahátíð í Reykjavík

Dagana 1. - 16. júní fer fram hin árlega Listahátíð í Reykjavík. Dagskráin í ár inniheldur úrval listviðburða frá öllum heimshornum en hátíðin setur fjölbreytileika mannlífsins og aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang. Markmið hátíðarinnar er að vekja áhuga sem flestra til að njóta lista á eigin forsendum. Þá hefur Listahátíð sett nýjan hlaðvarpsþátt á laggirnar þar sem hægt er að kynnast listamönnum og öðrum sem koma að hátíðinni í ár. Miðasala er hafin á alla viðburði en einnig er fjöldinn allur af ókeypis viðburðum á hátíðinni. Dagskrána má nálgast á vef Listahátíðar í Reykjavík; listahatid.is.
Áskrift krafist
Til að lesa allt greinina þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn