Sambönd fólks eru ólík og því gott að muna að ekkert samband er fullkomið. Engin manneskja er nákvæmlega eins og við viljum hafa hana. Allir hafa sína kosti og galla.

Mikilvægur grunnur að heilbrigðu sambandi er traust. En hvernig skilgreinum við „traust“? Traust er valkostur sem viðkomandi getur ákveðið að nýta sér. Skilgreining á trausti í þessu samhengi getur verið að trúa því að hinn aðilinn sé áreiðanlegur og að finnast maður öruggur andlega og líkamlega í kringum viðkomandi. Þegar tvær manneskjur eru í sambandi skiptir máli að vera heiðarlegur, eiga opin samskipti, sýna tillitssemi og virðingu. Sérfræðingar hjá Kvennaathvarfinu tala um að heilbrigð sambönd eigi að einkennast af því að báðir aðilar í sambandinu geti talað opið um vandamál sín og hugleiðingar á meðan hinn hlustar. Í samræðum eigi...
Áskrift krafist
Til að lesa allt greinina þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn