Í einbýlishúsi við Barónsstíg í miðbæ Reykjavíkur býr Íris Ósk Laxdal, eigandi ANGAN skincare, ásamt eiginmanni sínum, Birni Steinari Jónssyni, og börnum þeirra, Viktori Núma og Sölku Líf. Þau fluttu þangað fyrir fimm árum síðan eftir að hafa fallið fyrir skandinavískum sjarma hússins sem minnti þau á Danmörku, þar sem þau bjuggu í um tíu ár.
