Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, segist vera sippandi stoltur Heiðurslistamaður Reykjavíkurborgar 2025. Áður en hún tók við þessum titli hafði hún verið heiðurslistamaður Kópavogs. Erna var að ljúka við embætti Listdansstjóra Íslenska dansflokksins sem hún hefur gegnt síðustu tíu árin og segist vera mjög montin yfir því að vera margfaldur Grímuverðlaunahafi og hafa jafnframt verið tilnefnd til nokkurra erlendra dans- og sviðslistaverðlauna. Stoltust er hún samt af fjölskyldu sinni, börnunum Úlfi Óðni og Urði Æsu, foreldrum sínum og bróður sínum Geir og ekki síst Valdimar Jóhannssyni manninum sínum. Á dögunum frumsýndi hún dansverk sem ber heitið Hringir Orfeusar og annað slúður. Verkið er svokallaður jaðarsöngleikur sem veltir upp spurningum um líf og dauða, skilning og tilfinningu, listsköpun og ærandi þögn og er á mörkum listgreina, þar sem umfjöllunarefnið er umbreytingin sjálf.
Vikan
„Við þurfum á dansinum að halda til þess að eiga möguleika á fleiri heilbrigðum sálum í hraustum líkömum í okkar klikkaða nútímasamfélagi“
