Vorið bankar á dyrnar með alla sína liti og þar á meðal pastellitina. Að þessu sinni er það bleiki liturinn sem heillar. Mildur og léttur bleikur sem er breytilegur eftir ljósinu sem stafar af notaleg hlýja, ró og vinsemd. Pastelbleiki liturinn er innblásinn af mjúkum fjöðrum og skýjafari seint á sumarkvöldum. Hann býður okkur hlýlega velkomin og skapar fullkomna ró, sem er akkúrat það sem við öll þörfnumst.
