Heiðdís Halla Bjarnadóttir er búsett á Egilsstöðum ásamt manni sínum og dóttur en hún bjó um skeið í París. Heiðdís lauk BA prófi í frönsku og starfaði um tíma sem frönskukennari en ákvað svo að leggja stund nám í grafískri hönnun. Síðustu ár hefur hún verið að vinna sem grafískur hönnuður og rekur nú sitt eigið hönnunarstúdíó sem heitir artless (www.artless.is), ásamt því að starfa sem listgreinakennari við Menntaskólann á Egilsstöðum.
