Sóley Jóhannsdóttir fatahönnuður lærði líffræði á náttúrufræðibraut í Verzlunarskólanum og var ekkert of mikið að pæla í því hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. „Ég var bara í fimleikum og mikið á hestbaki og upptekin af því að vera unglingur. Mamma og pabbi hvöttu mig þó alltaf til að vinna við eitthvað sem mér fyndist skemmtilegt því að maður eyðir svo miklum tíma af lífi sínu í vinnu.“ Eftir útskrift tók hún sér ársfrí og hugsaði vandlega næstu skref, hvað hana langaði að vinna við og mennta sig í, og ákvað að lokum að flytja til Danmerkur haustið 2011 og hefja nám í fatahönnun og sníðagerð. Í apríl á þessu ári sýndi hún svo sína fyrstu fatalínu, Sleepwalker, í Ásmundarsal sem hlaut frábærar viðtökur.
