Samkvæmt helstu spekúlöntum eru ferkantaðar flísar málið 2025 og við erum alls ekki ósáttar við það. Grófar, fínlegar, glansandi eða mattar, allt má. Það má meira að segja búa til sínar eigin flísar, úr leir til dæmis. Það gæti verið skemmtilegt, sérstaklega ef við erum að hugsa um lítið svæði, þá ætti það ekki að vera mikið mál. Hér eru nokkur falleg sýnishorn af ólíkum ferköntuðum flísum.