Æðislegt ferskjusalat með hindberjum

Brakandi ferskt og gott salat sem hentar vel með sumarmatnum. Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir Mynd/ Hallur Karlsson fyrir 4 1 ½ msk. eplaedik 1 tsk. hlynsíróp ¼ tsk. fimmkryddablanda 1 msk. ólífuolía 1 skalotlaukur, skorinn í þunnar sneiðar ⅓ tsk. sjávarsalt 120 g hindber 300 g ferskjur, steinn fjarlægður og ferskjur skornar í sneiðar 100 g klettasalat Setjið eplaedik, hlynsíróp, fimmkryddablöndu, ólífuolíu, skalotlauk og salt í stóra skál, hrærið vel saman. Bætið hindberjum saman við og kremjið þau örlítið með gaffli. Hrærið því næst ferskjum og klettasalati saman við og berið fram.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn