Áhrifamikil og heillandi bók

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Ilmreyr eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur er fádæma vel skrifuð bók. Að sögn höfundar er þetta móðurminning en stærstur hluti bókarinnar fjallar um ættfólk móður hennar og lífsbaráttuna fyrir vestan. Frásagnargáfa höfundar nýtur sín til fulls og náttúra og fólk verður ljóslifandi fyrir augum lesenda. Bókin er öðrum þræði ættarsaga því Ólína segir einnig frá langalangöfum og -ömmum sínum í móðurætt. Þær frásagnir eru aldarfarslýsingar og stórkostleg heimild um lífið við Breiðafjörð. Lífsbaráttan var erfið og menn þurftu mikið fyrir því að hafa að sækja björg úr sjó, í fuglabjargið og ræktun skepnanna. En ástin var þá sem...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn