Alls konar ást
4. ágúst 2022
Eftir Ritstjórn Vikunnar

Texti: Ragna Gestsdóttir Tónlistarhjónin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson halda tónleika föstudaginn 5. ágúst kl. 20 í Húsi Máls og menningar. Þau ætla að flytja lög til heiðurs hinsegin listafólki eins og Stephen Sondheim, Freddie Mercury, Siggu Beinteins, Dusty Springfield, Elton John, George Michael, Rufus Wainwright og fleirum í bland við sín eigin lög. Átrúnaðargyðjan Judy Garland verður heiðruð sérstaklega þar sem hún hefði orðið 100 ára í ár. Þema kvöldsins er ást og kærleikur fyrir öll. Upplýsingar: tix.is.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn