Ást, nánd og tilgangur lífsins

Texti: Steingerður Steinarsdóttir Sally Rooney er án efa meðal athyglisverðastu rithöfunda vorra tíma. Fyrsta bók hennar Conversations With Friends, sem fékk titilinn Okkar á milli á íslensku var bráðfyndin en jafnframt skörp greining á tengslum eða tengslaleysi ungs fólks í dag. Næst fylgdi Normal People eða venjulegt fólk. Ljúfsár og raunsönn ástarsaga og sjónvarpsþættir gerðir eftir henni slógu áhorfsmet beggja vegna Atlantsála. Nýjasta bók hennar, Beautiful World, Where Are You? eða Fagri heimur, hvar ert þú? ber öll höfundareinkenni þessa frábæra höfundar sem ótrúlegt en satt er aðeins þrítug. Bókin fjallar um verðlaunahöfundinn Alice og vinkonu hennar frá í háskóla...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn