Ástríða fyrir sjálfbærri hönnun kviknaði í Kaupmannahöfn

Hönnuðurinn Andri Unnarson ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, gekk í Hagaskóla og síðar Menntaskólann við Hamrahlíð. Árið 2015 útskrifaðist hann með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift vann hann sem hönnuður fyrir íslenskt tónlistarfólk, sviðslistafólk og dragdrottningar en hann hannaði meðal annars sviðsklæðnað fyrir hljómsveitirnar Hatara og Reykjavíkurdætur. Árið 2019 hóf hann nám í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn þar sem hann lagði stund á meistaranám í fatahönnun. Þar kviknaði ástríða hans á sjálfbærri hönnun og hefur hann síðan lagt sig fram við að finna leiðir til þess að minnka umhverfisáhrif hönnunar í sköpun sinni. Andri hefur...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn