Avókadó- og baunamauk með bökuðum hvítlauk
Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir Mynd/ Ragnheiður Aðalsteinsdóttir Gott er að setja þetta mauk ofan á ristað brauð eða kex en einnig er það góð ídýfa með fersku grænmeti. 150 g edamame-baunir, frosnar 2 lítil avókadó, skorin gróflega 1 límóna, safi nýkreistur hnefafylli kóríander, skorin gróflega 2 bakaðir hvítlauksgeirar 5-6 msk. haframjólk, ósæt 1-2 msk. tahini u.þ.b. ¼ tsk. sjávarsalt svolítill svartur pipar Sjóðið edamame-baunirnar í 2-3 mín. Hellið vatninu af baununum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu. Maukið þar til allt hefur samlagast vel og maukið er kekkjalaust. Bragðbætið með salti og pipar.
Áskrift krafist
Til að lesa þetta efni þarftu að vera áskrifandi að Birtíng.
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn