Bakað fyrir barnaafmæli - pítsuvöfflur

Umsjón/ Sólveig Jónsdóttir Stílisti/ Jóhanna Vigdís Ragnhildardóttir Myndir/ Gunnar Bjarki PÍTSUVÖFFLUR 10 stykki 200 g spelt200 g hveiti100 g haframjöl6 egg7 dl mjólk2 tsk. lyftiduft100 g smjör, brætt og kælt 1 dós 36% sýrður rjómi2 tsk. salt1 1⁄2 tsk. svartur pipar3 msk. pítsukrydd Hrærið öllu saman í skál og látið bíða í 20 mínútur. 200 g rifinn ostur pizzaálegg, t.d. skinka, pepperoni, sveppir eða paprika Setjið eina ausu af deigi á heitt vöfflujárn. Dreifið osti og áleggi að eigin vali ofan á og bakið á hefðbundinn hátt. Endurtakið þar til deigið er búið. Á myndinni eru vöfflurnar toppaðar með eplum skornum út með smákökuformum.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn