Bakaður camembert-ostur með kirsuberjum og portvíni

Umsjón: Folda GuðlaugsdóttirStílisti: Guðný HrönnMynd: Hallur Karlsson 100 g kirsuber, þurrkuð2 msk. sykur1 msk. portvín1 tsk. tímían, lauf skorin smátt1 stk. camembert-ostur Setjið kirsuber, sykur og portvín í lítinn pott. Hitið á miðlungaháum hita, komið upp að suðu. Lækkið örlítið undir pottinum látið malla þar til sykurinn er uppleystur og berin hafa mýkst. Hrærið tímían saman við og takið af hitanum. Skerið toppinn af ostinum og fjarlægið umbúðir. Setjið ost í eldfast mót og bakið við 190°C í u.þ.b. 10-12 mín. Takið út og setjið kirsuber ofan á, berið fram strax með stökku brauði eða kexi.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn