Berglind les aldrei sömu bókina aftur en nýjasta áhugamálið er að heimsækja vita

Berglind Ragnarsdóttir er 36 ára og starfar sem vörustjóri hjá Auðkenni. Hún er iðnaðar- og nýsköpunarverkfræðingur og útskrifast í vor úr rytmísku söngnámi frá Tónlistarskóla FÍH. Tónlist, ferðalög og bókalestur hafa verið áhugamál hennar í gegnum tíðina en þar fyrir utan er hún algjör dellukona og finnur sér stöðugt ný áhugamál sem heltaka hana í stuttan tíma. „Ég hef tekið alls konar tímabil og þau eru misgefandi. Macrame-hnýtingar, candy crush, kökuskreytingar, ukulele-spil, prjónaskapur, origami, sudoku, blómarækt og loppufjársjóðsleit. Listinn er því sem næst ótæmandi. Nýjasta áhugamálið er að heimsækja vita. Ég setti mér það markmið að ná mynd af mér...
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn