Easy-stóllinn og pullan – Hönnun sem fangar augað

Danska hönnunarfyrirtækið Verpan hefur nú endurútgefið tvær sígildar mublur úr smiðju Vernes Panton – það er sófi og pulla úr Easy-línunni, hvorttveggja hannað árið 1964. Easy-sófinn er einstaklega skemmtilegur í laginu, samsettur úr tveimur hringlaga formum og fjórum u-laga bakstykkjum og er óhætt að segja að hann fangi augað. Sófinn er 180 cm í þvermál. Hægt er að velja á milli ótal mismunandi áklæða og lita. Easy-pullan hefur sama hringlaga formið og sófinn og er einnig fáanleg með mismunandi áklæði. Easy-línan inniheldur nú sófann og pulluna til viðbótar við Easy-stólinn sem kom aftur á markað fyrr á þessu ári.
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn