Grace Achieng er fædd og uppalin í Kenía en flutti til Íslands árið 2010. Hún er eigandi Gracelandic ehf. sem er verslun og hönnunarmerki á kvenfatnaði og fylgihlutum sem byggja á sjálfbærum lífsstíl og einfaldleika. Hún lagði stund á markaðsfræði við háskóla í Mombasa og er með BA-próf í íslensku sem annað tungumál. Hún er að takast á við ýmislegt, en í dag er hún mastersnemi í umhverfis- og auðlindafræðum, í starfsnámi á sjálfbærnisviði Advania og stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Hennar helstu hugðarefni eru að lesa fræðibækur, ferðast og upplifa ólíka menningarheima og mat. Hún elskar gönguferðir, kickbox og að skipuleggja og sækja viðburði og vill helst týnast í náttúrunni.