Þau eru ekki mörg sem geta sagst hafa farið fyrir landsliði, fengið tilnefningu til gullboltans og unnið titla með liðum í tveimur af sterkustu deildum Evrópu en það er eitthvað sem knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir hefur áorkað á sínum ferli. Hún hefur verið lykilmanneskja í vörn íslenska landsliðsins í yfir áratug og er í dag fyrirliði þess, sem og þýska stórliðsins Bayern München þar sem hún skín skært meðal þeirra allra bestu. Kraftur hennar og ástríða á vellinum, jafnt sem rósemi utan hans, gera hana að hinum fullkomna leiðtoga. Hún sá sjálfa sig þó ekki í því hlutverki fyrr en hún fékk kallið og steig inn í það af fullum þunga.
Umsjón, texti og listræn stjórnun: Steinunn Jónsdóttir
Myndir: Alda Valentína Rós
Förðun: Kalli MUA
Fatnaður frá Spúútnik