Er hunangið of hart?
1. febrúar 2022
Eftir Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Hunang er náttúruleg afurð sem gott er að nota í bakstur og matargerð. Oft stendur það í langan tíma inni í skáp og þá vill það stundum harðna og verða leiðinlegt í notkun. Gott ráð til að mýkja hunang er að láta ílátið standa í mjög heitu vatni í nokkrar mínútur. Einnig er hægt að hita skeið áður en henni er stungið í hart hunang. Stundum er svolítið erfitt að ná hunanginu úr mæliskeiðunum en gott ráð er að smyrja örlítilli olíu ofan í skeiðina með hreinum fingri og þá rennur allt hunangið auðveldlega úr og límist ekki við skeiðina.
🔒
Áskrift krafist
🎉 Prófaðu frítt í 7 daga
Fáðu ótakmarkaðan aðgang að öllum efni Birtíngs í 7 daga án greiðslu.
Prófa frítt núnaErtu þegar með aðgang?
Skráðu þig inn