Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, ræddi við blaðamann um doktorsrannsókn sína sem hún varði á dögunum. Heiti doktorsritgerðar Rannveigar er: Feður sem beitt hafa ofbeldi: Hindranir og möguleikar til breytinga. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós hvernig feður sem beitt hafa ofbeldi hafa tekist á við óþægindi í frásögnum sínum af ofbeldi, föðurhlutverkinu og breytingum. Rannveig ræðir um hvað það hafi verið sem hafi fengið hana til að vilja skoða betur þetta málefni. Þó svo að það hafi verið mjög krefjandi að rannsaka svona eldfimt málefni segist hún viss um að niðurstöður rannsóknarinnar eigi eftir að nýtast samfélaginu.
