Saga Líf Friðriksdóttir býr í Vesturbænum ásamt unnustu sinni og ungri dóttur, en er þó einnig gamall Hafnfirðingur og skáti. Hún er ævintýragjarn náttúruunnandi og stofnandi og eigandi ferðaskrifstofunnar Viking Women Tours. Fjölskylda, vinir og góð heilsa er henni mikilvægast. Hún segist vera góð í að þrífa og taka til, temmilega ofvirk og pottþétt með OCD. Við spurðum Sögu út í ferðalögin og fengum hana til að gefa okkur fimm góð ferðaráð í fararnesti inn í sumarið.
